Ég var á ættarmóti um helgina, við vorum í Fnjóskadal í góðu yfirlæti og æðislegu veðri. Í morgun hlupu svo litlu frændsystkini mín í áttina upp i fjall. Það er ekki frásögum færandi nema hvað að þau koma hlaupandi niður aftur og segjast hafa séð ísbjörn! Við lítum nú upp í fjall, og sjáum þar kind. Skiljanlegt að krakkarnir hafi ruglast, ímyndunarafl og spennan spila auðvitað inní, en ég er ekki frá því að þau hafi tekið eftir öllu talinu um ísbirni, í fréttunum dag eftir dag. Auðvitað var þetta stórmerkilegt, að tveir skyldu ganga á land í Skagafirði, en er þetta ekki komið nóg?
Engir ísbirnir fundust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 20.7.2008 | 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
..Að ég segi þetta. En þeir menn sem skilgreina sig sem "góða gaurinn", og kvarta yfir því að konur vilji bara skíthæla en ekki þá, eru yfirleitt ekkert rosalega myndarlegir, sitja yfirleitt heima hjá sér fyrir framan tölvu og blogga um áhugaleysi stúlkanna á þeim.
En þetta er bara mín reynsla.
Vondu strákarnir sigra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 13.7.2008 | 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kapphlaupið um rafhlöðurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 13.7.2008 | 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)