Færsluflokkur: Bílar og akstur

Jahá!

Ég var á ættarmóti um helgina, við vorum í Fnjóskadal í góðu yfirlæti og æðislegu veðri. Í morgun hlupu svo litlu frændsystkini mín í áttina upp i fjall. Það er ekki frásögum færandi nema hvað að þau koma hlaupandi niður aftur og segjast hafa séð ísbjörn! Við lítum nú upp í fjall, og sjáum þar kind. Skiljanlegt að krakkarnir hafi ruglast, ímyndunarafl og spennan spila auðvitað inní, en ég er ekki frá því að þau hafi tekið eftir öllu talinu um ísbirni, í fréttunum dag eftir dag. Auðvitað var þetta stórmerkilegt, að tveir skyldu ganga á land í Skagafirði, en er þetta ekki komið nóg?


mbl.is Engir ísbirnir fundust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakið..

..Að ég segi þetta. En þeir menn sem skilgreina sig sem "góða gaurinn", og kvarta yfir því að konur  vilji bara skíthæla en ekki þá, eru yfirleitt ekkert rosalega myndarlegir, sitja yfirleitt heima hjá sér fyrir framan tölvu og blogga um áhugaleysi stúlkanna á þeim.

En þetta er bara mín reynsla.


mbl.is Vondu strákarnir sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnsbílar?

í eðlisfræði 103 skrifaði ég ritgerð um aðra kosti við samgöngur en bensín, eða um vistvænar samgöngur.  Tækninni hefur fleygt fram, og við löngu komin með þekkingu til þess að framleiða samkeppnishæfa rafmagnsbíla, eða vetnisbíla. Þegar bensínlíterinn er kominn í tæpar 180 krónur fer að verða of seint að hugsa út í þetta. Enginn kaupir jeppana af manni! Kannski væri hægt að bjóða fólki uppá að skipta á bílunum sínum og rafmagnsbílum, og það væri þá hægt að breyta síðan bensínbílunum í nýja rafmagnsbíla.. Æji ég veit það ekki, en við getum ekki notað bensín mikið lengur.
mbl.is Kapphlaupið um rafhlöðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband